top of page

Kakkalakkar á Íslandi

 

Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hiÞýski kakkalakkinn (Blattella germanica) er tiltölulega lítill af kakkalakka að vera, eða á bilinu 1,3 til 1,6 cm á lengd. Þessi tegund er ein sú algengasta sem fyrirfinnst á heimilum í heiminum. Þýski kakkalakkinn hefur mikla aðlögunarhæfni sem er ein helsta ástæða þess hversu víða hann finnst, þar á meðal á Íslandi sem liggur talsvert fyrir norðan náttúrulegt útbreiðslu svæði hans.

 

Vegna smæðar sinnar getur þýski kakkalakkinn komið sér fyrir í afar smáum rifum og sprungum. Það getur verið mjög erfitt að útrýma honum þar sem hann er afar frjósamur, verpir miklum fjölda eggja og stuttur tími er milli klaks og kynþroska ungviðis. Hann fjölgar sér því mjög hratt. Hann er virkastur á næturnar en er þó oft sjáanlegur á daginn, sérstaklega þegar hann verður fyrir einhverri truflun. Þýski kakkalakkinn lifir einna helst á matarleifum og þá helst sykrum og fitu. Hann á því ekki aðeins erfitt uppdráttar á Íslandi vegna loftslags heldur einnig vegna hreinlætisvenja landans.

 

Nafnið á þýska kakkalakkanum er misvísandi, en tegundin er upprunnin í Asíu og er náskyld austurlenska kakkalakkanum. Þessar tegundir eru afar líkar í útliti og því er mjög auðvelt að ruglast á þeim.

 

Meindýraeyðar hafa þurft að hafa nokkur afskipti af ameríska kakkalakkanum (Periplaneta americana) á svæði varnarliðsins á Reykjanesi. Ameríski kakkalakkinn þolir kalt veðurfar mun verr en sá þýski en getur þó lifað í húsum hér á landi ef rakinn er nægur. Ameríski kakkalakkinn er upprunninn í Afríku en barst til Norður-Ameríku fyrr á öldum. Hann hefur komið sér vel fyrir í suðurríkjum Bandaríkjanna og er þar afar algengt meindýr í hýbýlum manna eins og víða á heimilum í hitabeltislöndum.ngað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hefur þá þurft að kalla til meindýraeyða til að eitra fyrir þeim.

 

Meindýraeyðar hafa þurft að sinna þó nokkrum útköllum vegna kakkalakka í Reykjavík og er þá oftast um að ræða þýska kakkalakkann (Blattella germanica). Svo virðist sem slíkum útköllum fari fjölgandi. Ennfremur hefur orðið vart við kakkalakka á Keflavíkurflugvelli og yfirleitt hafa þeir tengst veru varnarliðsins þar. Í þeim tilvikum hefur oftast verið um að ræða ameríska kakkalakkann (Periplaneta americana), en hann er mun stærri en sá þýski. Þriðja tegundin sem fundist hefur hér á landi er austurlenski kakkalakkinn (Blatta orientalis), en hann er þó mun sjaldgæfari.

 

bottom of page