top of page

Smá fróðleikur um hveitibjöllu

 

IHveitibjallan (Tribolium destructor) er bjöllutegund sem er vel þekkt meindýr hér á landi, en hún leggst oft á mjöl og annað kornmeti.

 

Fullorðin dýr eru dökkbrún að lit, um 5 til 6 mm á lengd og 2 mm breið. Kvendýrin verpa eggjum sínum í mjöl og kornvörur og eftir um tvær vikur skríða örsmáar og ljósar lirfurnar úr þeim. Lirfurnar vaxa hratt og ná um 1 mm lengd á fáeinum vikum. Þá púpa þær sig og að myndbreytingu lokinni koma úr púpunni fullorðnar bjöllur. Alls tekur þessi ferill aðeins um 3 mánuði. Hveitibjöllur eru venjulega heldur langlífar, en þær geta orðið allt að þriggja ára gamlar. Á þeim tíma geta þær farið víða um heimilið í leit að matarleifum, svo sem brauðmylsnu.

 

Á norðlægum slóðum eins og hér á landi lifa hveitibjöllur aðeins innanhúss. Talið er að þær séu upprunnar í Afríku en á síðustu áratugum hafa þær dreifst um allan heim.

 

Tjón af völdum hveitibjalla fellst aðallega í spillingu matvæla, en eitt af einkennum þessara bjalla er að þær gefa frá sér vökva með sterkri lýsól- eða fenóllykt sem getur loðað við matvæli. Til þess að losna við hveitibjöllur er best að ráðfæra sig við okkur hjá JM meindýraeyðingu.

bottom of page